Margrét Lára: Ég held að Ronaldo sé ofboðslega mikilvægur

Í Vell­in­um á Sím­an­um Sport í gær ræddu þau Gylfi Ein­ars­son, Margrét Lára Viðarsdóttir og Tóm­as Þór Þórðar­son um mikilvægi Cristiano Ronaldo og það sem gengið hefur á í kringum portúgölsku ofurstjörnuna.

Gylfi var hrifinn af því hvernig Erik ten Hag hefur höndlað mál Ronaldo eftir að hann neitaði að koma inn á gegn Tottenham og yfirgaf leikvanginn áður en lokaflautið gall.

Margrét Lára gat sett sig í spor Ronaldo, sem leikmaður sem hefur verið á seinni hluta ferilsins og sagði hann mikilvægan fyrir Manchester United.

„Spiltíminn verður minni og hann er tekinn út af á tímum þegar hann vill það ekki og fær ekki að byrja leiki sem hann vill byrja. Hann er frábær fótboltamaður og á einn farsælasta feril sem við þekkjum. Ég held að hann sé ofboðslega mikilvægur,“ sagði Margrét Lára.

Hann gerði náttúrulega klárlega mistök þegar hann strunsaði inn í klefann, það er klárt,“ sagði Gylfi.

Umræðurn­ar um Ronaldo má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert