Get ekki séð að þetta sé rétti tíminn til að styrkja sig

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Glyn Kirk

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ekki þörf á því að styrkja liðið frekar í janúarglugganum.

Hollenski sóknarmaðurinn Cody Gakpo var keyptur frá PSV Eindhoven í byrjun árs en vegna slælegrar frammistöðu Liverpool að undanförnu hefur Klopp ítrekað verið spurður að því á blaðamannafundum hvort ekki sé þörf á því að styrkja liðið með nýjum leikmönnum.

„Við horfum auðvitað í kringum okkur. Það er ekki þannig að við séum þrjóskir og teljum að við munum halda okkur við þessa sömu stráka til 2050.

Ef það væru einhverjar framkvæmanlegar utanaðkomandi lausnir þá myndum við auðvitað fá inn leikmenn til þess að hjálpa okkur en við erum líka með leikmannahóp fyrir og við erum ekki að standa okkur eins vel og við ættum að vera að gera,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.

„Er þetta rétti tímapunkturinn til þess að styrkja sig? Ég get ekki séð það,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert