Arsenal styrkir stöðu sína á toppnum

Maður leiksins, Eddie Nketiah, sem jafnaði metin í 1:1 og …
Maður leiksins, Eddie Nketiah, sem jafnaði metin í 1:1 og skoraði sigurmark leiksins. AFP/Glyn Kirk

Arsenal vann góðan sigur á Manchester United, 3:2, í frábærum fótboltaleik sem var að ljúka á Emirates-leikvanginum í Lundúnum.

Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti. Heimamenn pressuðu gestina hátt og komust í nokkrar ákjósanlegar stöður snemma leiks án þess þó að gera sér mat úr. Í kjölfarið jafnaðist leikurinn aðeins og gestirnir komust betur inn í leikinn.

Arsenal náði aftur upp góðum pressukafla en í honum miðjum vann United boltan hátt á vellinum. Bruno Fernandes kom honum á Marcus Rashford sem keyrði á vörnina og lét vaða utan teigs. Boltinn söng neðst í bláhorninu og gestirnir voru skyndilega komnir með yfirhöndina á 17. mínútu.

Markið sló Arsenal-liðið alls ekki út af laginu og heimamenn voru búnir að jafna leikinn sjö mínútum síðar. Granit Xhaka fékk boltann eftir laglega sókn úti á vinstri vængnum. Hann kom með fastan bolta inn á fjærstöngina sem Eddie Nketiah stangaði virkilega vel í netið og jafnaði metin fyrir heimamenn. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks einkenndist leikurinn nokkuð af stöðubaráttu og hægt og rólega fjaraði fyrri hálfleikur út.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur en það var nú kannski ekki mark í kortunum þegar Bukayo Saka smellti honum í netið á glæsilegan hátt af löngu færi og kom Arsenal yfir.

Það liðu ekki nema sex mínútur þar til gestirnir höfðu jafnað. Ramsdale kýldi hornspyrnu frá en boltinn barst beint á Lisandro Martínez sem skallaði hann yfir Ramsdale og í netið og jafnaði metin.

Það var svo á síðustu mínútu venjulegs leiktíma sem Eddie Nketiah skoraði annað mark sitt og sigurmark leiksins þegar hann stýrði skoti Martin Ødegaard í netið. Lokatölur voru 3:2 á Emirates-leikvanginum.

Arsenal er á toppi deildarinnar með 50 stig, fimm stigum á undan Manchester City og með einn leik til góða. Manchester United er í fjórða sætinu með 39 stig en með lakari markatölu en Newcastle.

Mikel Arteta fagnar vel eftir að lokaflautið gall.
Mikel Arteta fagnar vel eftir að lokaflautið gall. AFP/Glyn Kirk
Eddie Nketiah fagnar öðru marki sínu í dag á 90. …
Eddie Nketiah fagnar öðru marki sínu í dag á 90. mínútu leiksins. Markið reyndist vera sigurmark leiksins. AFP/Glyn Kirk
Gabriel Magalhaes tekst ekki að koma skalla Lisandro Marínez frá …
Gabriel Magalhaes tekst ekki að koma skalla Lisandro Marínez frá markinu. McTominay fylgist með þegar Martínez jafnaði leikinn á ný. AFP/Glyn Kirk
Bukayo Saka fagnar glæsilegu marki sínu sem kom Arsenal í …
Bukayo Saka fagnar glæsilegu marki sínu sem kom Arsenal í 2:1. AFP/Glyn Kirk
Eddie Nketiah fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Arsenal gegn Manchester United …
Eddie Nketiah fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Arsenal gegn Manchester United í dag. AFP/Glyn Kirk
Eddie Nketiah jafnar metin með föstum skalla.
Eddie Nketiah jafnar metin með föstum skalla. AFP/Glyn Kirk
Marcus Rashford fagnar fyrsta marki Manchester United gegn Arsenal á …
Marcus Rashford fagnar fyrsta marki Manchester United gegn Arsenal á Emirates-leikvanginum í dag. AFP/Glyn Kirk
Leikmenn Arsenal berja sig saman fyrir leik.
Leikmenn Arsenal berja sig saman fyrir leik. AFP/Glyn Kirk
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Arsenal 3:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Eddie Nketiah (Arsenal) skorar 3:2. Ødegaard með skot að marki sem Nketiah stýrir í netið. Eru heimamenn að tryggja stigin þrjú?
mbl.is