Englandsmeistararnir keyptu miðjumann

Máximo Perrone, sem heldur á boltanum, í leik með U20-ára …
Máximo Perrone, sem heldur á boltanum, í leik með U20-ára liði Argentínu. AFP/Joaquin Sarmiento

Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City hafa fest kaup á argentínska miðjumanninum Máximo Perrone frá Vélez Sarsfield í heimalandi hans.

Perrone, sem er tvítugur, skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við enska félagið, og er kaupverðið um átta milljónir punda.

Hann lék 33 leiki í öllum keppnum Vélez og skoraði í þeim þrjú mörk.

Sem stendur er Perrone staddur í Kólumbíu með U20-ára landsliði Argentínu þar sem hann tekur þátt í Suður-Ameríku bikarnum í aldursflokkinum.

Að mótinu loknu heldur Perrone til Man. City og hefur æfingar með aðalliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert