Lampard rekinn í dag?

Frank Lampard verður rekinn í dag ef marka má Sky …
Frank Lampard verður rekinn í dag ef marka má Sky Sports. AFP/Glyn Kirk

Samkvæmt Sky Sports verður Frank Lampard látinn taka poka sinn sem knattspyrnustjóri Everton í dag.

Lampard hefur verið við stjórn hjá Everton í tæpt ár og hefur árangurinn ekki verið góður. Hefur liðið ekki unnið í síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum.

Á síðasta tímabili var Everton í harðri fallbaráttu undir hans stjórn en náði með naumindum að halda sér í ensku úrvalsdeildinni.

Sem stendur er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar með 15 stig, jafnmörg og botnlið Southampton, og hefur það unnið fæsta leiki allra liða eftir 20 umferðir, þrjá talsins.

mbl.is