Höfnuðu boði Arsenal - enginn á förum

Alexis Mac Allister og Moises Caicedo, miðjumenn Brighton, eru eftirsóttir …
Alexis Mac Allister og Moises Caicedo, miðjumenn Brighton, eru eftirsóttir eftir frammistöðu þeirra á HM í Katar í vetur. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Brighton hefur hafnað tilboði Arsenal í miðjumanninn Moises Caicedo og segir að enginn leikmaður muni yfirgefa félagið á síðustu dögunum áður en lokað verður fyrir félagaskiptin.

Arsenal bauð Brighton 60 milljónir punda fyrir þennan 21 árs gamla miðjumann frá Ekvador sem Brighton fékk frá heimalandi sínu fyrir lítið fé fyrir tveimur árum.

Forráðamaður Brighton sagði við Sky Sports að enginn leikmaður væri á  förum frá  félaginu sem væri mjög ósátt við tilraunir til að koma ungum leikmanni liðsins úr jafnvægi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert