Úlfarnir halda áfram að styrkja sig

Úlfunum er að berast enn frekari liðstyrkur.
Úlfunum er að berast enn frekari liðstyrkur. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Wolverhampton Wanderers hefur komist að samkomulagi við brasilíska félagið Flamengo um kaup á miðjumanninum Joao Gomes.

Kaupverðið er 15 milljónir punda og verður Gomes sjötti leikmaðurinn sem Úlfarnir festa kaup á í janúarglugganum.

Franska félagið Lyon var einnig mjög áhugasamt en samkvæmt BBC Sport vildi Gomes frekar fara til Úlfanna og er búist við því að hann fljúgi til Englands eftir helgi til þess að gangast undir læknisskoðun og skrifa í kjölfarið undir samning við enska félagið.

Gomes er 21 árs gamall og lék sinn fyrsta leik fyrir Flamengo árið 2020. Hann hefur verið lykilmaður á miðju liðsins undanfarin tvö tímabil og unnið til fjölda titla, þar á meðal Meistarakeppni Suður-Ameríku, brasilíska meistaratitilinn og brasilíska bikarinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert