Frá Liverpool til Tyrklands?

Nat Phillips gæti verið á förum.
Nat Phillips gæti verið á förum. AFP/Oli Scarff

Nat Phillips, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, gæti verið á förum til Tyrklands.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Phillips, sem er 25 ára gamall, hefur fengið afar fá tækifæri með liði Liverpool á tímabilinu.

Hann er uppalinn hjá Bolton, gekk til liðs við Liverpool árið 2016 en var lánaður til Stuttgart tímabilið 2019-20 og þá lék hann með Bournemouth á láni í B-deildinni seinni hluta síðasta tímabils.

Alls á hann að baki 29 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað eitt mark en Galatasaray vill fá leikmanninn á láni að því er fram kemur í frétt Sportsmail.

mbl.is