Tilþrifin: Þrumuskalli Tarkowskis

James Tarkowski reyndist hetja Everton þegar liðið vann kærkominn 1:0-sigur á toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sigurmarkið skoraði Tarkowski með hörkuskalla eftir hornspyrnu Dwight McNeil frá hægri eftir klukkutíma leik.

Báðir komu þeir frá Burnley fyrir tímabilið og var það við hæfi að þeirra gamli knattspyrnustjóri, Sean Dyche, var að stýra í Everton í sínum fyrsta leik í dag.

Markið ásamt helstu færunum úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is