Henderson í skiptum fyrir Kane?

Harry Kane gæti yfirgefið Tottenham í sumar.
Harry Kane gæti yfirgefið Tottenham í sumar. AFP/Adrian Dennis

Tottenham hefur áhuga á Dean Henderson, markverði enska knattspyrnufélagsins Manchester United.

Það er ESPN sem greinir frá þessu en Henderson, sem er 26 ára gamall, leikur í dag á láni hjá Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham ætlar sér að fjárfesta í nýjum markverði í sumar en Hugo Lloris, sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarinn áratug er kominn á seinni hluta ferilsins.

Sterklega orðaður við United

ESPN greinir frá því að forráðamenn United gætu nýtt sér áhuga Tottenham á Henderson til þess að klófesta Harry Kane, framherja Tottenham.

Kane hefur verið orðaður við brottför frá félaginu undanfarin sumir og þá hefur hann verið sterklega orðaður við Manchester United en hann gæti yfirgefið Tottenham í sumar ef liðinu mistekst að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Framherjinn, sem er 29 ára gamall, á að baki 425 leiki fyrir Tottenham þar sem hann hefur skorað 271 mark en hann kostar í kringum 100 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert