Gerði það óhugsanlega að veruleika

Sir Alex Ferguson var í dag vígður inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, ásamt Arsene Wenger.

Fergu­son er sig­ur­sæl­asti stjór­inn í sögu úr­vals­deild­ar­inn­ar en hann stýrði Manchester United á ár­un­um 1986 til 2013 og varð liðið þrett­án sinn­um Eng­lands­meist­ari und­ir hans stjórn.

Alls hafa sex leik­menn sem léku und­ir stjórn Fergu­sons hjá United verið tekn­ir inn í frægðar­höll­ina; þeir Dav­id Beckham, Eric Cant­ona, Roy Kea­ne, Wayne Roo­ney, Peter Sch­meichel og Paul Scho­les.

Fergu­son stýrði United í 810 leikj­um í úr­vals­deild­inni og vann hann 528 þeirra en hann var út­nefnd­ur stjóri árs­ins í deild­inni alls ell­efu sinn­um.

Innslag um vígslu Skotans í frægðarhöllina má sjá hér fyrir ofan. 

mbl.is