Sú besta þarf kraftaverk

Beth Mead með Evrópumeistaratitilinn.
Beth Mead með Evrópumeistaratitilinn. AFP

Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður að öllum líkindum án Beth Mead, leikmanns Arsenal, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar. 

Mead er að glíma við meiðsli, en hún sleit krossband í hné seint á síðasta ári. Verður hún því að öllum líkindum ekki klár í slaginn þegar stóra stundin rennur upp, en Mead var valin besti leikmaður EM á síðasta ári, er enska liðið varð Evrópumeistari á heimavelli.

„Hún er ekki inni í myndinni núna. Við endurskoðum stöðuna ef við fáum kraftaverk og hún jafnar sig í tæka tíð. Við eigum ekki von á því,“ sagði Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands, á blaðamannafundi í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert