Arsenal - Leeds og Bournemouth - Fulham sýndir á mbl.is

Bukayo Saka og félagar í Arsenal taka á móti Leeds …
Bukayo Saka og félagar í Arsenal taka á móti Leeds í London í dag. AFP/Adrian Dennis

Tveir leikir í 29. umferð  ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem fram fara í dag verða sýndir beint hér á mbl.is en þeir hefjast báðir klukkan 14.

Annars vegar er það leikur Arsenal og Leeds á Emirates-leikvanginum í London, og hins vegar leikur Bournemouth og Fulham sem fram fer á Vitality-leikvanginum í Bournemouth.

Útsendingarnar hefjast klukkan 13.30 með upphitun á Símanum Sport og eru leikirnir sýndir á sérvefnum Enski boltinn hér á mbl.is.

mbl.is