Mörkin úr stórsigri Man. City á Liverpool (myndskeið)

Julián Álvarez, Kevin De Bruyne, Ilkay Gundogan og Jack Grealish skoruðu allir er Manchester City vann sannfærandi 4:1-heimasigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Mo Salah kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik, en City var sterkari aðilinn allan leikinn og vann verðskuldaðan sigur.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is