„Þrá mín er að fara eitthvað annað“

Hugo Lloris er á förum frá Tottenham.
Hugo Lloris er á förum frá Tottenham. AFP/Ben Stansall

Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham Hotspur, er á förum frá félaginu í sumar. Hann hefur nú sjálfur sagt opinberlega að hann vilji fara frá félaginu.

Lloris hefur verið á mála hjá Tottenham síðan árið 2012 og hefur hann spilað 447 leiki. Hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins og fyrirliði en vill nú reyna fyrir sér annars staðar.

Frakkinn á hinsvegar eitt ár eftir af samningi sínum en búist er við því að Tottenham muni leyfa honum að fara.

„Það er komið að mikilvægu augnabliki, hvort sem það er hjá mér eða félaginu. Þetta eru kaflaskipti, þrá mín er að fara eitthvað annað. Ég mun skoða það varlega hvað er í boði en ég hef hinsvegar ekki gleymt því að ég á ár eftir af samningi mínum hjá Tottenham og þegar það kemur að fótbolta þá er erfitt að spá hvað gerist næst.“ sagði Lloris.

Líklegast er talið að Lloris fari á risasamning til félags í Sádi-Arabíu.

mbl.is