Chelsea kaupir gutta

Chelsea-menn eru að bæta við sig ungum Ekvadora..
Chelsea-menn eru að bæta við sig ungum Ekvadora.. AFP/Justin Tallis

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur fest kaup á ungum ekvadorskum miðjumanni að nafni Kendry Paez fyrir 17. milljónir punda. 

Paez, sem er 16 ára gamall leikmaður ekvadorska félagsins Independiente del Valle, gengur til liðs við Lundúnafélagið rétt eftir 18 ára afmælið sitt,. Það þýðir að hann muni að öllum líkindum ganga í herbúðir liðsins sumarið 2025. 

Ekvadorinn á að baki sex meistaraflokksleiki fyrir Independiente ásamt því að þreyta frumraun sína í Copa Libertadores, suðuramerísku Meistaradeildinni, í byrjun maí. Paez var einnig fyrirliði Ekvador á Copa America 17 ára og yngri þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði önnur sex upp.

mbl.is