United tilbúið að borga 50 milljónir punda

Mason Mount er líklega á förum frá Chelsea.
Mason Mount er líklega á förum frá Chelsea. AFP/Justin Tallis

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru tilbúnir að borga 50 milljónir punda fyrir enska sóknarmanninn Mason Mount.

Það er Telegraph sem greinir frá þessu en Mount, sem er 24 ára gamall, er samningsbundinn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Mount verður saminingslaus næsta sumar og hefur hann ekki viljað skrifa undir nýjan samning í Lundúnum en forráðamenn félagsins eru tilbúnir að leyfa honum að fara í sumar fyrir rétta upphæð.

Hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool en Mount er sjálfur sagður kjósa það frekar að fara til Manchester.

Alls á hann að baki 195 leiki fyrir Chelsea þar sem hann hefur skorað 33 mörk og lagt upp önnur 37.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert