Liverpool eina liðið sem getur ógnað City

Jürgen Klopp hefur stýrt Liverpool frá árinu 2015.
Jürgen Klopp hefur stýrt Liverpool frá árinu 2015. AFP/Darren Staples

„Mín tilfinning er sú að eina liðið sem geti ógnað Manchester City á næstu leiktíð sé Liverpool,“ sagði íþróttafréttamaðurinn fyrrverandi, Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um ensku úrvalsdeildina í fótbolta.

United gæti kroppað í City og Liverpool

City fagnaði öruggum sigri í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu keppnistímabili á meðan Liverpool endaði í 5. sætinu en Liverpool er það lið sem hefur veitt City mestu samkeppnina í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn undanfarin ár.

„Ég held að það verði litlar breytingar á Englandi,“ sagði Gaupi.

„United gæti tekist að kroppa aðeins í City og Liverpool en ég held að Arsenal komi ekki til með að gera það,“ sagði Gaupi meðal annars.

Umræðan um enska boltann hefst á 56:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is