Markvörður United til Skotlands

Jack Butland er á leiðinni til Rangers.
Jack Butland er á leiðinni til Rangers. AFP

Enski markvörðurinn Jack Butland hefur gengið til liðs við skoska knattspyrnufélagið Rangers á fjögurra ára samningi. 

Butland gerði garðinn frægan með Stoke City í ensku úrvalsdeildinni og næstefstu deild á árunum 2013-2020 sem skilaði honum níu landsleikjum með enska landsliðinu.

Eftir það fór ferill hans niður á við en síðast lék hann fyrir stórveldið Manchester United á láni frá Crystal Palace, en spilaði þó ekki leik. 

Butlland er þriðji leikmaðurinn sem Rangers fær til liðs við sig en áður höfðu Dujon Sterling og Kieran Dowell gengið til liðs við félagið. Rangers reynir nú allt sem það getur til að berjast á ný við Celtic um skoska meistaratitilinn á næsta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert