Vill ekki yfirgefa Manchester United

Harry Maguire.
Harry Maguire. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn Harry Maguire vill vera áfram í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð og berjast fyrir sæti sínu í liðinu.

Það er talkSport sem greinir frá þessu en Maguire, sem er þrítugur, kom aðeins við sögu í 16 leikjum United í úrvalsdeildinni á nýliðinu keppnistímabili.

Miðvörðurinn kom til United frá Leicester sumarið 2019 og er dýrasti varnarmaður heims en United borgaði 80 milljónir punda fyrir hann.

Hann hefur verið fyrirliði félagsins frá því í janúar 2020 en alls á hann að baki 175 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 7 mörk.

Maguire hefur meðal annars verið orðaður við West Ham og Newcastle en United er sagt tilbúið að selja hann fyrir 30 milljónir punda í sumar.

mbl.is