Anfield ekki fullklár vegna gjaldþrots verktakans

Leikið verður fyrir framan 51.000 áhorfendur á Anfield um helgina.
Leikið verður fyrir framan 51.000 áhorfendur á Anfield um helgina. AFP

Fyrirtækið sem stendur að endurbótum á heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool, The Buckingham Group, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Óttast er að leikvangurinn, Anfield, verði ekki fullklár fyrr en mikið seinna en áætlað var í fyrstu.

Fréttirnar koma einungis tveimur dögum áður en Liverpool leikur sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu en um 61.000 áhorfendur áttu að vera staddir á vellinum samkvæmt áætlunum Liverpool.

Þetta er haft eftir fréttasíðunni This Is Anfield sem staðsett er í Liverpool-borg og flytur fréttir af félaginu.

Ný tímalína hefur verið birt og samkvæmt henni klárast framkvæmdirnar ekki fyrr en um miðjan október. Öllu starfsfólki Buckingham Group var gert að ljúka störfum í morgun. Buckingham Group sér einnig um framkvæmdirnar á heimavelli Fulham, Craven Cottage, en samkvæmt tilkynningu frá félaginu verður völlurinn ekki fullklár fyrr en tímabilið 2024 til 2025. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert