Beint: Valorant-deildin á Íslandi

Valorant á Íslandi.
Valorant á Íslandi. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Valorant-deildin á Íslandi heldur áfram í kvöld og verður hægt að fylgjast með viðureignum kvöldsins í beinni útsendingu.

Keppt verður í X-deild frá klukkan 19:00 og mætast þá liðin Dusty og Breiðablik. Í beinu framhaldi mætast liðin Jötunn og 354 Esports klukkan 20:00 og spila útsláttarleik.

Klukkan 21:00 spila Krafla og ATX en Valkyrjur og BroFlakez ljúka kvöldinu með því að spila útsláttarleik klukkan 22:00.

Dusty, Breiðablik, Krafla og ATX spila upp á sæti í úrslitum í kvöld meðan Jötunn, 354 Esports, Valkyrjur og BroFlakez keppast við að halda sér á mótinu og fá að keppa næsta sunnudag

Hægt er að fylgjast með á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands eða einfaldlega hér fyrir neðan.Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is