Kvyat færist aftur um 10 sæti

Daniil Kvyat milli aksturslota í Austin í Texas.
Daniil Kvyat milli aksturslota í Austin í Texas. mbl.is/afp

Rússneski nýliðinn Daniil Kvyat hjá Toro Rosso færist aftur um 10 sæti eftir tímatökurnar í Austin vegna ótímabærra vélarskipta.

Ökumenn mega aðeins nota fimm vélar á vertíðinni til að komast hjá refsingu en Kvyat er löngu sprunginn á því takmarki. Hann þurfti að taka sjötta mótorinn í notkun í ítalska kappakstrinum í Monza og nú þann sjöunda í Austin.

viðbót:

Kvyat endaði í fjórtánda sæti í tímatökunni en þar sem ekki eru fleiri bílar en 18 í keppninni færist hann niður í það sæti.

Tveir ökumenn aðrir sæta vítum í Austin. Sebastian Vettel hjá Red Bull fær 10 sæta afturfærslu og Jenson Button hjá McLaren fimm. Vettel ætlar að hefja keppni í bílskúrareininni eftir að hafa skipt um aflrásina eins og hún leggur.

Daniil Kvyat á Toro Rosso í Austin.
Daniil Kvyat á Toro Rosso í Austin. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert