Hartley í stað Gasly í Austin

Brendon Hartley við keppnisbíl sinn í Le Mans í sumar ...
Brendon Hartley við keppnisbíl sinn í Le Mans í sumar en þar ók hann til sigurs.

Toro Rosso hefur falið ástralska ökumanninum Brendon Hartley að keppa í bandaríska kappakstrinum í stað Pierre Gasly sem einbeitir sér um helgina að lokamóti Súperformúlunnar svonefndu í Japan.

Hartley var á sínum tíma í akademíu Red Bull liðsins fyrir unga ökumenn og sinnti reynsluakstri um tíma hjá því liði og Toro Rosso. Síðast ók hann formúlubíl árið 2012 hjá Mercedesliðinu. Síðan þá hefur hann keppt í þolakstri, svonefndum Le Mans-mótum sem draga nafn af franska sólarhringskappakstrinum fræga.

Hartley varð meistari í þeim bílaflokki árið 2015 og var í liðinu sem ók til sigurs í kappakstrinum í Le Mans í ár sem liðsmaður Porsche. Þá er hann efstur að stigum um WEC-titilinn í ár.

Gasly hinn franskir stendur vel að vígi í Súperformúlunni í Japan og á alla möguleika á að verða meistari í greininni nú um helgina.

„Tilfinningin er frábær, þetta tækifæri kom mér aldeilis á óvart og ég hef aldrei gefið vonina um að keppa í formúlu-1 upp á bátinn,“ segir Hartley í tilefni keppninnar í Austin um komandi heldi.

mbl.is