Auka tækifæri til framúraksturs

Kimi Räikkönen er kominn til Melbourne og hér verður hann ...
Kimi Räikkönen er kominn til Melbourne og hér verður hann við óskum aðdáenda um eiginhandaráritun. AFP

Bætt hefur verið við þriðja svæðinu í brautinni í Melbourne þar sem ökumenn geta lyft afturvæng sínum til að auka hraða bíla  sinna.

Það mega þeir þó aðeins gera að næsti bíll á undan sé í innan við 10 sekúndur á undan.

Með því að geta aukið við hraðan með þessum hætti aukast líkur á framúrakstri. Hingað til hafa svokölluðu DRS-svæði verið í mesta lagi tvö í braut en í Melbourne verða þau í fyrsta sinn þrjú.

Nýi vænglyftikaflinn verður  á útleið úr beygju 12 en hinir verða á sömu slóðum og áður, þ.e. út úr beygjum númer tvö og 16.

mbl.is