Bottas á brautarmeti í Barcelona

Valtteri Bottas þjónustaður.
Valtteri Bottas þjónustaður. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes setti nýtt brautarmet á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Barcelona. Ók hann hringinn æa 1:18,148 mínútum og bætti met liðsfélaga síns, Lewis Hamiltons, frá í tímatökunni í fyrra en það hljóðaði upp á 1:19,149 mín.

Bottas var með öðrum orðum sekúndu fljótari með hringinn og hefur það meðal annars hjálpað til, að nýtt malbik var nýlega lagt á alla brautina.

Þrír næstu menn voru um eða við mteið; Hamilton ók á 1:18,997 mín., Sebastian Vettel á Ferrari 1:19,098 og Max Verstappen á Red Bull á 1:19,187mín.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Kimi Räikkönen á Ferrari, Fernando Alonso á McLaren, Daniel Ricciardo á Red Bull, Romain Grosjean á Haas, Stoffel Vandoorne á McLaren ogPierre Gasly á Toro Rosso, en hans besti hringur mældist á 1:20,508 mín. eða á 2,5 sekúndu hægari tíma en Bottas ók á.

mbl.is