Feðgar á ferð í Mónakó

Feðgarnir Keke og Nico Rosberg óku meistarabílum sínum í kappakstursbrautinni í Mónakó í gær, að lokinni fyrstu æfingu dagsins.

Segja má að áhorfendur hafi með þessu fengið ánægjulegan bónus. Keke ók Williams FW08 bílnum sem hann vann heimsmeistaratitil ökumanna á árið 1982.

Nico átti að sama skapi endurfundi við Mercedes W07 bílinn sem hann ók til sigurs í titilslagnum 2016.

Keke Rosberg ók á undan syni sínum fyrri hringinn en síðan tók Nico fram úr er þeir komu út úr undirgöngunum. Læsti hann báðum framdekkjum á bremsusvæðinu með tilheyrand reyk er gúmmíið ofhitnaði.

Keke og Nico Rosberg eru einu feðgarnir sem farið hafa með sigur af hólmi í kappakstrinum í Mónakó. Sá fyrrnefndi hrósaði sigri þar árið 1983, einnig á Williamsbíl,  Fw08C. 

Nico Rosberg, sem ólst upp í Mónakó, hrósaði sigri á götum dvergríkisins þrjú ár í röð, 2013 til 2015, í öll skiptin á Mercedes.

Feðgarnir nutu augnabliksins í Mónakó í gær og vi það tækifæri voru meðfylgjandi myndir teknar.

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Danmörk 2 2 4
2 Frakkland 1 2 3
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 1 0 0
L M Stig
1 Króatía 1 2 3
2 Ísland 1 1 1
3 Argentína 1 1 1
4 Nígeria 1 0 0
L M Stig
1 Serbía 1 1 3
2 Sviss 1 1 1
3 Brasilía 1 1 1
4 Kostaríka 1 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla