Hrósa Verstappen

Max Verstappen á ferð í kappakstrinum í Sjanghæ í Kína.
Max Verstappen á ferð í kappakstrinum í Sjanghæ í Kína. AFP

Christian Horner liðsstjóri Red Bull lýkur lofsyrði á Max Verstappen  og segir hann hafa byrjað keppnistímabilið með „afar athyglisverðum“ hætti.

Í fyrsta móti ársins, í Melbourne, vann Verstappen sig upp á verðlaunapall í 23. sinn á ferlinum. Kom hann þriðji í mark  á eftir ökumönnum Mercedes.

Í næstu tveimur  mótum, Abu Dhabi og Sjanghæ, varð Verstappen fjórði í báðum og það þrátt fyrir að bíll Red Bull standi bílum Mercedes og Ferrari að baki hvað hraða varðar.

„Hann hefur staðið sig frámunalega vel. Hann skipti í annan gír í Montreal í fyrra og hefur verið á miklu skriði síðan,“ sagði Horner við sjónvarpsstöðina Sky Sports F1. „Hann hefur gott vald á hlutunum og nýtur stöðu sinnar. Hann hefur verið mjög öflugur í mótum ársins“.
Max Verstappen bíður milli aksturslota á æfingu í Sjanghæ.
Max Verstappen bíður milli aksturslota á æfingu í Sjanghæ. AFP
Max Verstappen (fjær) í glímu við Sebastian Vettel á Ferrari …
Max Verstappen (fjær) í glímu við Sebastian Vettel á Ferrari í Sjanghæ. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert