Bannað að skerma bílskúrana af

Bannað verður að skerma bílskúrana af.
Bannað verður að skerma bílskúrana af. AFP

Formúluliðunum  hefur verið bannað að tjalda fyrir bílskúra sína við  þróunarakstur sem hefst í Barcelona í næstu viku.

Hingað til hefur af hálfu formúlunnar ekki verið litið á þróunaraksturinn sem atburð. Að sögn ítalska íþr´totadagblaðsins La Gazzetta dello Sport er breyting orðin þar á.

„Reynsluaksturinn fyrir upphaf keppnistímabilsins er orðinn að formlegum viðburði.  Nún stýrir yfirvald formúlunnar honum. Og meðal breytinga sem það hefur í för með sér er að skermar sem  lokað hafa bílskúrana af hafa verið upprættir og bann lagt við notkun þeirra,“ segir blaðið.

mbl.is