Mótum formúlunnar fjölgar

Ferrari við reynsluakstur í Mugello.
Ferrari við reynsluakstur í Mugello. AP

Tvö mót bættust á mótaskrá formúlu-1 nú í byrjun júlí og eru þau þá orðin 10, eða um helmingur venjulegrar dagskrár.

Annars vegar bætist kappakstur 13. september í  einkabraut Ferrari í Mugello á Ítalíu. Verður það eittþúsundasti formúlu-1 kappakstur Ferrariliðsins frá upphafi. Hefur hann hlotið yfirskritina Toscana Grand Prix.

Hins vegar bætist rússneski kappaksturinn í Sotsjí við en lengi vel  leit út fyrir aðhonum yrði  frestað til næsta árs, eins og mörgum mótanna sem verið hafa á verkefnaskrá formúlunnar. Hann fer fram 27. september.

Talsmenn yfirvalds formúlunnar hafa gefið í skyn að mótunum gæti átt eftir að fjölga en allt færi það efteir stöðu kórónuveirufaraldursins.

Annars hljómar mótaskráin sem hér segir:

05. júlí Austurríkiskappaksturinn

12. júlí Steyrufjallakappaksturinn

19. júlí Ungverjalandskappaksturinn

02. ágúst Bretlandskappaksturinn (Silverstone)

09. ágúst 70. ára afmæliskappakstur (Silverstone)

16. ágúst Spánarkappaksturinn (Barcelona)

30. ágúst Belgíukappaksturinn (Spa-Francorchamps)

06. september Ítalíukappaksturinn (Monza)

13. september Toscanakappaksturinn (Mugello)

27. september Rússlandskappaksturinn (Sotsjí)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert