Velheppnuð herfræði Verstappen

Max Verstappen ekur yfir marklínuna í Silverstone og vinnur sinn …
Max Verstappen ekur yfir marklínuna í Silverstone og vinnur sinn fyrsta kappakstur á árinu. AFP

Max Verstappen á Red Bull var í þessu að vinna 70 ára afmæliskappakstur formúlu-1 með glæsilegum sigri í Silverstone og herfræði sem gekk algjörlega upp. Ráspólshafinn Valtteri Bottas kom í mark í þriðja sæti en annar varð liðsfélagi hans Lewis Hamilton; báðir talsvert að baki Verstappen.

Með sigri sínum batt Verstappen á algjöra drottnun Mercedes það sem af var liðið keppnistíðarinnar.

Bottas hélt forystu frá ræsingu og fram að fyrsta dekkjastoppi en þá lét Verstappen til sín taka; ók mun  lengur á sínum hörðu dekkjum en Mercedesmennirnir á sínum millihörðu dekkjum, sem slitnað höfðu hratt og beinlínis neytt svartgráu bílana inn að bíklskúr fyrr en vildu eftir nýjum  dekkjum.

Var ekki nema rúmur þriðjungur keppninnar ekinn er Verstappen hafði undirtökin sem hann sleppti aldrei fram að endamarki. Mercedes reyndi allt hvað af tók að finna svar við herfæði Verstappen með breyttum útfærslum á akstri sinna manna.

En allt kom fyrir ekki og Verstappen leyndi ekki ánægju sinni í talstöðinni á lokahringjunum. Hóf hann keppni fjórði.

Röð keppenda í fjórða til tíunda sæti varð annars sem hér segir: Charles Leclerc á Ferrari, Alexander Albon á Red Bull, Lance Stroll og Nico Hülkenberg á Racing Point,  Esetban Ocon á Renault, Lando Norris á McLaren og Daniil Kvyat á Alpha Tauri, sem var 69,669 sekúndum á eftir Verstappen í mark.

Næsti kappakstur fer fram í Barcelona á Spáni eftir viku, sunnudaginn 16. ágúst.

Max Verstappen fagnar sigrinum í Silverstone.
Max Verstappen fagnar sigrinum í Silverstone. AFP
Max Verstappen fagnar sigrinum í Silverstone.
Max Verstappen fagnar sigrinum í Silverstone. AFP
Liðsstjórar Red Bull fagna sigrinum með Verstappen. Þarna mun samfélagsnándin …
Liðsstjórar Red Bull fagna sigrinum með Verstappen. Þarna mun samfélagsnándin vera meiri en gott þykir á tímum kórónuveirunnar. AFP
mbl.is