Yfirburðir heimsmeistarans á Ítalíu

Max Verstappen fagnar sigri í dag.
Max Verstappen fagnar sigri í dag. AFP/Andrej Isakovic

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, vann Ítalíukappaksturinn í dag með yfirburðum. Verstappen var á ráspól og var fremstur frá upphafi til enda í þessu fjórða móti ársins. 

Liðsfélagi hans á Red Bull, Sergio Pérez, varð annar og Lando Norris á McLaren þriðji. Charles Leclerc á Ferrari, efsti maður í keppni ökuþóra, varð sjötti og saxaði Verstappen því á forskot Mónakóans.

Þrátt fyrir úrslitin í dag er Leclerc efstur í stigakeppni ökuþóra með 86 stig og Verstappen annar með 59 stig. Þar á eftir kemur Sergio Peréz með 54 stig.

Næsta mót fer fram í Miami í Bandaríkjunum 8. maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert