Leclerc sigurvegari í Austurríki

Charles Leclerc sigurvegari.
Charles Leclerc sigurvegari. AFP/Andrej Isakovic

Ökuþórinn Charles Leclerc, í liði Ferrari, varð sigurvegari í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag.

Leclerc fór þrisvar sinnum fram úr Max Verstappen, ökumanni Red Bull sem keppti á heimavelli í dag, og vann þar með langþráðan sigur í Austurríki en Verstappen kom annar í mark. Lewis Hamilton komst á verðlaunapall er hann endaði í þriðja sæti og George Rusell, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, hafnaði í fjórða sæti.

Carlos Sainz datt úr leik á dramatískan hátt er það kviknaði í bifvélinni hans. Sainz klöngraðist þá út úr bifreiðinni sem stóð í ljósum logum.

Verstappen er með 38 stiga forskot yfir heildina en Leclerc er næstur á eftir honum eftir að Sergio Perez neyddist til að draga sig úr leik fyrir Red Bull liðið eftir árekstur við George Russell á fyrsta hring.

Hamilton komst, eins og áður segir, á verðlaunapall eftir að hafa endað í áttunda sæti í gær og því um góðan árangur að ræða hjá Mercedes liðinu í Austurríki.

Charles Leclerc fagnaði sigri í dag
Charles Leclerc fagnaði sigri í dag AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert