Meistararnir aftur á toppinn

Íslansmeistarar ÍBV komust aftur á topp Landssímadeildarinnar með sigri á Leiftri í Eyjum í dag, 2:0. Eyjamenn fengu fjölda marktækifæra í leiknum en gestirnir frá Ólafsfirði voru skarpir í skyndisóknum sínum þrátt fyrir að leika án fjölda fastamanna sem annaðhvort voru í leikbanni eða farnir til síns heima erlendis.

Eyjamenn voru ákveðnir strax í byrjun og létu skotin dynja á marki Leifturs en tókst ekki að skora fyrr en skömmu fyrir hálfleik er Ívar Ingimarsson skoraði með þrumuskoti. Leiftursmenn voru hættulegir í skyndisóknum sínum og til að mynda átti Páll Guðmundsson skot í þverslá úr einni slíkri. Í seinni hálfleiknum héldu yfirburðir heimamanna áfram en Jens Martin í marki Leifturs stóð vaktina vel og hleypti engu framhjá sér fyrr en Hlynur Stefánsson fyrirliði skoraði með miklum þrumufleyg. 1:0 á 39. mínútu
Ívar Ingimarsson fékk boltann rétt utan vítateigs Leiftursmanna og þrumaði boltanum í net Leifturs alveg út við stöng. 2:0 á 76. mínútu
Hlynur Stefánsson þrumaði boltanum óverjandi í net Leifturs eftir látlausa sókn. Byrjunarliðin:
ÍBV: Gunnar Sigurðsson, Ívar Bjarklind, Hlynur Stefánsson, Guðni Rúnar Helgason, Hjalti Jóhannesson, Kristján Georgsson, Ívar Ingimarsson, Kristinn Hafliðason, Steinar Guðgeirsson, Kristinn Lárusson, Steingrímur Jóhannesson.
Leiftur: Jens Martin Knudsen, Hilmar I. Rúnarsson, Steinar Ingimundarson, Baldur Bragason, Sindri Bjarnason, Þorvaldur Sv. Guðbjörnsson, Heiðar Gunnólfsson, Páll Guðmundsson, Kári Steinn Reynisson, Bergur Jakobsen, Rastislav Lazorik. Dómari:
Gylfi Orrason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert