Sigursteinn í veikindaleyfi

Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis.
Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis. hag / Haraldur Guðjónsson
Sigursteinn Gíslason, þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í Breiðholti, er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Frá þessu var greint á heimasíðu Leiknismanna í gær.

Sigursteinn verður áfram aðalþjálfari en Garðar Gunnar Ásgeirsson ásamt Gunnari Einarssyni, leikmanni liðsins, mun sjá um að stýra liðinu í fjarveru Sigursteins.

Leiknismenn gerðu markalaust jafntefli gegn KA-mönnum í fyrsta leik sínum í 1. deildinni um síðustu helgi en Breiðhyltingar, undir stjórn Sigursteins, misstu naumlega af sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

gummih@mbl.is

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »