Íslendingar heppnir með HM-riðil

Jerome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, stýrði drættinum. Brasilísku leikmennirnir Ronaldo og …
Jerome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, stýrði drættinum. Brasilísku leikmennirnir Ronaldo og Paulo Ganso drógu nöfn landanna. Reuters

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður að teljast heppið með andstæðinga í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2014 en lokakeppnin mun fara fram í Brasilíu. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki og fékk Noreg úr efsta styrkleikaflokki en þjóðirnar mætast þá í þriðju keppninni í röð.

Ísland lendir einnig aftur með Kýpur í riðli en hinar þjóðirnar eru Slóvenía, Sviss og Albanía. Ljóst er að Ísland hefði getað lent í mun erfiðari riðli en raun varð á.

Sem dæmi má nefna að Ítalía, Danmörk og Tékkland lentu saman í B-riðli og ein þessara þjóða verður því ekki með í Brasilíu 2014. 

A-riðilinn er einna ótúreiknanlegastur því þar eru allar þjóðirnar nokkuð frambærilegar á knattspyrnuvellinum. 

Sjálfur Ronaldo er mættur til að draga Evrópuþjóðirnar í riðla en enginn hefur skorað fleiri mörk í lokakeppni HM heldur en sá ágæti Brasilíumaður. Átta riðlar verða með sex liðum og einn fimm liða riðill.

Riðlarnir í Evrópu:

A-riðill: Króatía, Serbía, Belgía, Skotland, Makedónía, Wales

B-riðill: Ítalía, Danmörk, Tékkland, Búlgaría, Armenía, Malta

C-riðill: Þýskaland, Svíþjóð, Írland, Austurríki, Færeyjar, Kasakstan

D-riðill: Holland, Tyrkland, Ungverjaland, Rúmenía, Eistland, Andorra

E-riðill: Noregur, Slóvenía, Sviss, Albanía, Kýpur, ÍSLAND

F-riðill: Portúgal, Rússland, Ísrael, N-Írland, Azerbadjan, Lúxenburg

G-riðill: Grikkland, Slóvakía, Bosnía, Litháen, Lettland, Liechtenstein

H-riðill: England, Svartfjallaland, Úkraína, Pólland, Moldóvía, San Marínó

I-riðill: Spánn, Frakkland, Hvíta-Rússland, Georgía, Finnland

mbl.is

Bloggað um fréttina