3:0 tap hjá U21 ára liðinu í Wales

Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðsins.
Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu tapaði fyrir Wales, 3:0, í æfingaleik sem fram fór á Stebonheath-vellinum í Llanelli í Wales í dag.

Walesverjar skoruðu  mörkin þrjú á 11 mínútna kafla undir lok leiksins en fjórir leikmenn úr 17 ára landsliðinu voru í byrjunarliði Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara. Það voru þeir Hjörtur Hermannsson, Orri Sigurður Ómarsson, Oliver Sigurjónsson og Rúnar Alex Rúnarsson markvörður.

mbl.is