Hjörtur í leikmannahópi PSV

Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson. Ljósmynd/Soccernews.nl

Hjörtur Hermannsson er í leikmannahópi aðalliðs PSV Eindhoven en liðið sækir Breda heim í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hjörtur hefur spilað með varaliði félagsins en eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum hefur PSV boðið Hirti nýjan samning til þriggja ára.

Hjört­ur, sem er 19 ára gam­all, kom til PSV frá Fylki sum­arið 2012.

mbl.is