Glæsimark Arnórs gegn Zenit (myndband)

Arnór Smárason.
Arnór Smárason. mbl.is/Eggert

Arnór Smárason skoraði dýrmætt mark fyrir Torpedo Moskva í dag, í fyrsta leik sínum með liðinu í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eins og frá var greint fyrr í dag.

Arnór kom inná sem varamaður gegn Zenit og jafnaði með glæsilegu skoti, 1:1, í uppbótartíma leiksins.

Sjón er sögu ríkari, mark Arnórs er hér fyrir neðan:

mbl.is