Fyllilega verðskuldaður sigur

Zidane fagnar með Marcelo eftir að hann skoraði þriðja markið.
Zidane fagnar með Marcelo eftir að hann skoraði þriðja markið. AFP

„Þetta var fyllilega verðskuldaður sigur. Frá byrjun leiks spiluðum við frábæran liðsfótbolta,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, eftir 3:1 sigur gegn Paris SG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Evrópumeistarar síðustu tveggja ára lentu undir en tvö mörk frá Cristiano Ronaldo og einu frá Marcelo tryggðu meisturunum sigurinn.

„Við erum virkilega ánægðir með sigurinn. Við létu ekki slá okkur út af laginu þegar við lentum undir og stuðningsmennirnir stóðu þétt við bakið á liðinu allan tímann,“ sagði Zidane.

„Við gerum okkur grein fyrir því að þessi 3:1 sigur þýðir ekki að þetta sé búið. Við eigum eftir að fara á erfiðan útivöll og mæta góðu liði og við megum ekki vera of öruggir með okkur.“

mbl.is