Fyrsti leikur Kolbeins í langan tíma

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Ljósmynd/Nantes

Kolbeinn Sigþórsson lék í 65 mínútur með varaliði Nantes um nýliðna helgi en Kolbeinn hefur verið lengi frá vegna erfiðra hnémeiðsla.

Hann hóf æfingar með Nantes í síðasta mánuði og spilaði sinn fyrsta leik um helgina frá því í ágúst 2016.

Kolbeinn lék stórt hlutverk með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og tryggði Íslendingum frækinn sigur á Englendingum í 16-liða úrslitunum. Hann skoraði svo fyrra markið í 5:2 ósigri gegn Frökkum í átta liða úrslitunum og hefur ekki spilað með landsliðinu síðan þá.

mbl.is