UEFA velur leikmenn ársins

Mohamed Salah er einn þeirra sem kemur til greina.
Mohamed Salah er einn þeirra sem kemur til greina. AFP

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt þá leikmenn sem koma til greina sem bestu leikmenn ársins fyrir leiktímabilið 2017/2018. Verðlaunin verða veitt í Mónakó30. ágúst þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Í karlaflokki eru það Luka Modric (Króatía - Real Madrid), Cristiano Ronaldo (Portúgal - Real Madrid) og Mohamed Salah (Egyptaland - Liverpool) sem koma til greina.

Á lista þeirra kvenna sem geta unnið verðlaunin eru þær Pernille Harder (Danmörk - Wolfsburg), Ada Hegerberg (Noregur - Lyon) og Amandine Henry (Frakkland - Lyon).

UEFA mun einnig veita verðlaun fyrir besta markmann, varnarmann, miðjumann og sóknarmann. 

mbl.is