Bolt kominn á blað (myndskeið)

Usain Bolt fagnar marki.
Usain Bolt fagnar marki. AFP

Usain Bolt, heimsmethafi í spretthlaupum, er byrjaður að skora mörk fyrir knattspyrnuliðið Central Coast Mariners á undirbúningstímabilinu í Ástralíu. 

Bolt er á samningi til reynslu hjá félaginu og í morgun skoraði hann tvö mörk í 3:1 sigri liðsins á Wollongong Wolves í æfingaleik. Keppni í áströlsku A-deildinni hefst eftir viku og Bolt virðist eiga ágæta möguleika á að festa sig í sessi. 

Mikil fjölmiðlaatygli fylgir þessari tilraun Bolts enda er um sprettharðasta mann sögunnar að ræða og einn vinsælasta íþróttamann heimsins á síðustu árum. 

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá fyrsta markið sem Bolt skoraði fyrir félagið og er um nokkuð styrtilega afgreiðslu að ræða. 

Goðsögnin leikur í treyju númer 95.
Goðsögnin leikur í treyju númer 95. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert