Solari heldur áfram með Real Madrid

Santiago Solari.
Santiago Solari. AFP

Santiago Solari mun stýra Evrópumeisturum Real Madrid út tímabilið, en hann var ráðinn tímabundið á dögunum eftir að Julen Lopetgui var rekinn.

Forráðamenn spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu hafa fengið samning þess efnis í hendurnar samkvæmt BBC, en formleg tilkynning á eftir að berast frá Real Madrid. Reglur deildarinnar segja hins vegar að lið megi ekki hafa tímabundna stjóra lengur en í 14 daga og því þurftu forráðamenn Real að taka ákvörðun með framhaldið. Solari virðist því ætla að klára tímabilið með liðið.

Síðan Soalri tók við hefur Real unnið alla fjóra leiki sína og er um að ræða bestu byrjun knattspyrnustjóra hjá félaginu í 42 ár. Tveir sigrar komu í deildinni, einn í spænska bikarnum og einn í Meistaradeildinni. Real skoraði í þeim 15 mörk en fékk aðeins á sig tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert