Tap gegn Grikkjum í fyrsta leik Helga

Sergio Ramos fagnar sigurmarkinu fyrir Spánverja gegn Noregi í kvöld.
Sergio Ramos fagnar sigurmarkinu fyrir Spánverja gegn Noregi í kvöld. AFP

Spánn vann nauman heimasigur á Noregi, 2:1, í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu í Valencia í kvöld en liðin leika í F-riðli. Þá unnu Bosnía, Ítalía og Grikklandi leikina þrjá í J-riðlinum.

Helgi Kolviðsson stýrði Liecten­stein í fyrsta sinn er liðið tapaði 2:0 á heimavelli gegn Grikklandi en Kostas Fortounis og Anastasios Donis skoruðu mörk Grikkja. Með Helga í þjálfarateyminu eru mark­mannsþjálf­ar­inn Guðmund­ur Hreiðars­son og styrkt­arþjálf­ar­inn Sebastian Boxleitner en báðir voru í þjálf­arat­eymi ís­lenska landsliðsins en hættu þegar Sví­inn Erik Hamrén tók við þjálf­un landsliðsins af Heimi Hall­gríms­syni.

Helgi var í des­em­ber ráðinn landsliðsþjálf­ari Liecten­stein til tveggja ára en hann var aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í tvö ár frá 2016-2018. Á þriðjudaginn sækja lærisveinar Helga Ítali heim.

Fyrstu þrír leikirnir í J-riðli fóru svo allir fram í kvöld. Ítalía vann þægilegan 2:0-heimasigur á Finnlandi þar sem Nicolo Barella og Moise Kean skoruðu mörkin. Bosnía vann 2:1-heimasigur á Armeníu.

Naumt tap hjá Lagerbäck á Spáni

Norðmenn, sem eru þjálfaðir af Lars Lagerbäck, lentu undir strax á 16. mínútu þegar Rodrigo kom heimamönnum yfir en gestirnir virtust eiga möguleika á stigi þegar Joshua King jafnaði metin af vítapunktinum eftir rúmlega klukkutíma leik.

Spænski fyrirliðinn Sergio Ramos kom þó sínum mönnum til bjargar eins og svo oft áður með sigurmarki á 71. mínútu, einnig af vítapunktinum. Spánverjara hafa því, eins og Svíþjóð og Malta, unnið fyrsta leikinn í undankeppninni. Á botninum sitja Færeyjar, Noregur og Rúmenía.

Helgi Kolviðsson
Helgi Kolviðsson mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is