Zlatan í bann (myndskeið)

Zlatan Ibrahimovic lætur mótherja sinn heyra það.
Zlatan Ibrahimovic lætur mótherja sinn heyra það. AFP

Zlatan Ibrahimovic leikmaður bandaríska knattspyrnuliðsins Los Angeles Galaxy var í gær úrskurður í leikbann.

Zlatan fékk tveggja leikja bann fyrir að ofbeldisfulla tilburði gagnvart markverði New York City í leik liðanna í MLS-deildinni. Þeir tókust á í vítateignum og greip Zlatan í háls markvarðarins með þeim afleiðingum að hann féll í grasið eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Báðir fengu þeir gult spjald fyrir atvikið.

New York hafði betur í leiknum 2:0.

mbl.is