Fyrir mér var þetta hrikalega spennandi kostur

Andri Rúnar Bjarnason í búningi Kaiserslautern.
Andri Rúnar Bjarnason í búningi Kaiserslautern. Ljósmynd/@Rote_Teufel

Bolvíska markavélin Andri Rúnar Bjarnason hefur ákveðið að takast á við nýja áskorun á ferli sínum en hann hefur yfirgefið sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg og er búinn að semja til tveggja ára við þýska C-deildarliðið Kaiserslautern. Andri Rúnar, sem er 28 ára gamall framherji, fór til Helsingborg haustið 2017 eftir að hafa hampað markakóngstitlinum með Grindvíkingum í efstu deild þar sem hann skoraði 19 mörk í 22 leikjum.

Á sínu fyrsta tímabili með Helsingborg skoraði hann 16 mörk og átti stóran þátt í að tryggja liði sínu sæti í úrvalsdeildinni. Í fyrstu átta leikjunum með liðinu í deild þeirra bestu í Svíþjóð skoraði hann þrjú mörk en þau verða ekki fleiri því nú er hann kominn til Kaiserslautern, fornfrægs félags í Þýskalandi sem á árum gerði það gott í efstu deild en féll í C-deildina fyrir tímabilið í fyrra eftir að hafa fallið úr efstu deildinni árið 2012.

„Þetta gekk þokkalega hratt fyrir sig. Ég vissi að Kaiserslautern var eitthvað búið að fylgjast með mér og mæta á einhverja leiki hjá mér með Helsingborg. Um leið og við fórum í fríið fór allt á fullt í þessum málum,“ sagði Andri Rúnar í spjalli við Morgunblaðið en hann hafði nýlokið æfingu með liðinu.

Risastór klúbbur sem á sér mikla sögu

Margir hafa velt því fyrir sér hvort þessi vistaskipti framherjans að fara úr sænsku úrvalsdeildinni og spila í þýsku C-deildinni sé skref niður á við. En hvað segir hann sjálfur?

Ítarlegt viðtal við Andra Rúnar má finna á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert