Ingibjörg skaut Djurgården áfram

Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sigurmark Djurgården.
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sigurmark Djurgården. Eggert Jóhannesson

Fimm Íslendingalið komust áfram í sænska bikarnum í fótbolta í dag.

Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sigurmark Djurgården sem hafði betur gegn Brommapojkarna á útivelli, 1:0. Ingibjörg lék fyrstu 61 mínútuna. Guðrún Árnadóttir lék allan leikinn með Djurgården. 

Sif Atladóttir lék allan leikinn með Kristianstad sem vann þægilegan 5:1-útisigur á Gautaborg DFF. Leikurinn er sá fyrsti hjá Sif síðan hún missti föður sinn, Atla Eðvaldsson 2. september síðastliðinn. Svava Rós Guðmundsson dóttir var ekki í leikmannahópi liðsins, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar. 

Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn fyrir Linköping sem vann Kalmar á útivelli, 1:0 og Andrea Thorisson lék allan leikinn fyrir Limhamn Bunkeflo sem hafði betur gegn Halmia á útivelli, 3:1, eftir framlengingu. 

Þá fékk Glódís Perla Viggósdóttir frí hjá Rosengård sem vann auðveldan sigur á Dosjobro á útivelli, 5:0. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert