David Beckham að næla í David Silva

David Silva.
David Silva. AFP

David Beckham, eigandi Inter Miami, nýs knattspyrnufélags í Bandaríkjunum, hefur gert samkomulag við David Silva um að leika fyrir félagið að sögn Independent-miðilsins á Englandi. 

Silva hefur þegar sagt hann yfirgefi City eftir tímabilið, en hann er goðsögn hjá félaginu. Silva kom til City árið 2010 og hefur verið einn besti leikmaður liðsins allar götur síðan. 

Hann hefur skorað 71 mark og gefið 134 stoðsendingar í rúmelga 400 leikjum fyrir City og hefur unnið HM, EM tvisvar, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, enska bikarinn tvisvar og enska deildabikarinn fjórum sinnum.

Hann hefur tvisvar verið valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. 

Miami hefur samið við fjóra leikmenn til þessa. Christian Makoun, Matias Pellegrini, David Norman og Julian Carranza. 

mbl.is