Stórsigur Liverpool í Belgíu

Alex Oxlade-Chamberlain kemur Liverpool í 1:0.
Alex Oxlade-Chamberlain kemur Liverpool í 1:0. AFP

Liverpool vann sannfærandi 4:1-sigur á Genk frá Belgíu á útivelli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Alex Oxlade-Chamberlain kom Liverpool í 2:0, áður en Sadio Mané og Mo Salah bættu við mörkum á síðasta kortérinu. Stephen Odey klóraði í bakkann fyrir Genk í lokin.

Napoli er á toppi riðilsins með sjö stig eftir 3:2-sigur á RB Salzburg í hörkuleik í Austurríki. Dries Mertens kom Napoli tvisvar yfir í leiknum en í bæði skiptin jafnaði Norðmaðurinn Erling Braut Håland. Lorenzo Insigne skoraði hins vegar sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok. 

Barcelona lenti í erfiðleikum í Tékklandi er liðið heimsótti Slavia Prag. Lionel Messi kom Barcelona yfir á þriðju mínútu en Jan Boril jafnaði fyrir Slavia snemma í seinni hálfleik. Sigurmark Barcelona kom hins vegar á 57. mínútu og var það sjálfmark. 

Þá vann Inter sterkan 2:0-sigur á Dortmund á heimavelli. Lautaro Martínez og Antonio Candreva skoruðu mörk Inter hvor í sínum hálfleiknum. Barcelona er á toppi riðilsins með sjö stig og Inter og Dortmund eru með fjögur. 

Lionel Messi kemur Barcelona í 1:0 í kvöld.
Lionel Messi kemur Barcelona í 1:0 í kvöld. AFP

Inter - Dortmund 2:0
Martínez 22. Candreva 89.

Lille - Valencia 1:1
Okoné 90. -- Cheryshev 63.

RB Salzburg - Napoli 2:3
Håland 40., (víti) 72. -- Mertens 17., 64. Insigne 73. 

Benfica - Lyon 2:1
Silva 4., Pizzi 85. -- Depay 70. 

Slavia Prag - Barcelona 1:2
Boril 50. -- Messi 3., sjálfsmark 57.

Axel Witsel og Lautaro Martinez í baráttu í leik Inter ...
Axel Witsel og Lautaro Martinez í baráttu í leik Inter og Dortmund í kvöld. AFP
Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Genk 1:4 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið Þægilegt hjá Liverpool í Belgíu.
mbl.is